Lést líklega vegna vannæringar

Frá Noregi.
Frá Noregi. Ljósmynd/Norden.org

Líklegt er talið að unglingsstúlkan sem fannst látin í sumarhúsi í Noregi á gamlárskvöld hafi látist vegna vannæringar. Bráðabirgðaskýrsla var kynnt á blaðamannafundi fyrir skömmu en að sögn lögreglu er þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök stúlkunnar sem stendur.

Móðir stúlkunnar hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en hún hefur dvalið á geðdeild frá því að stúlkan fannst látin í bústaðnum. Hún verður flutt frá Osló til Gjᴓvik til yfirheyrslu og hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald.

Verjandi konunnar ræddi stuttlega við hana í síma í dag. Hann segist efast um að hún skilji þær sakir sem bornar hafa verið á hana. Ekki hefur verið hægt að yfirheyra konuna vegna veikinda hennar.

Frétt mbl.is: Stúlkan hafði glímt við átröskun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert