Fjöldi fólks vill sjá Brynjar lýsa Eurovision

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill sjá Brynjar Níelsson lýsa Eurovision í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill sjá Brynjar Níelsson lýsa Eurovision í ár þar sem Hera Björk Þórhallson keppir fyrir hönd Íslands. Samsett mynd

Fjöldi fólks hefur skrifað undir á Island.is þar sem skorað er á RÚV og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, að sá síðarnefndi lýsi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí.

Klukkan níu í morgun voru 880 búnir að skrifa undir. 

Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem kom með hugmyndina á samfélagsmiðlinum X. „Gæti einhver sem kann til verka sett af stað undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár?“ skrifaði Sigmundur Davíð á mánudaginn. Á mánudaginn greindi Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður frá því að hann ætlaði ekki að lýsa keppninni. 

Ekki leið á löngu þar til undirskriftasöfnunin var stofnuð og nýtir nú Sigmundur Davíð hvert tækifæri til að auglýsa verkefnið. 

Skipti um umræðuefni í beinni útsendingu

Sigmundur Davíð vakti athygli á undirskriftasöfnuninni í kvöldfréttum RÚV í gær. Umræðuefnið var þó ný ríkisstjórn Bjarna Benedikssonar en ekki stóra málið um hver á að lýsa Eurovision.

„Ég veit að þjóðin hefur orðið fyrir vonbrigðum í dag en þá er mikilvægt að hafa huga að það er hægt að gleðjast og nú styttist í Eurovision og hafin er undirskriftasöfnun fyrir því að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision næst. Og ég hvet alla landsmenn til þess að kíkja á það og skrá sig því það gæti orðið svona gleðistund loksins fyrir þjóðina ef Brynjar verður úti í Malmö og lýsir Eurovision,“ sagði Sigmundur Davíð sem hafði greinilega meiri trú á Brynjari vini sínum í þulahlutverkinu en komandi verkefnum ríkisstjórnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir