Shakira féll fyrir kunningja Rúriks

Tónlistarkonan Shakira og leikarinn Lucien Laviscount eru nýtt stjörnupar.
Tónlistarkonan Shakira og leikarinn Lucien Laviscount eru nýtt stjörnupar. Samsett mynd

Poppdrottningin Shakira er sögð hafa fundið ástina í örmum breska leikarans Lucien Laviscount. Leikarinn leikur í nýju myndbandi við lagið Puntería sem Shakira syngur með Cardi B. Eru stjörnurnar sagðar hafa fallið fyrir hvort öðru í tökum.

Laviscount öðlaðist heimsfrægð þegar hann lék í þáttunum Emily in Paris sem sýndir eru á Netflix. Hann kom fyrst fyrir í annarri þáttaröð. Hann lifir góðu lífi um þessar mundir og djammaði meðal annars með íslensku stjörnunni Rúrik Gíslasyni á Edition-hóteli fyrir nokkrum vikum í Mexíkó. 

Á eftir að fara illa með Shakiru

Vinir staðfesta sambandið en segja þó engin alvara vera í því. Er talið að leikarinn eigi eftir að fara illa með söngkonuna. 

„Shakira þráir að verða ástfangin en vinir hennar hafa áhyggjur af því að Lucien hefur klifrað upp metorðastigann í samfélaginu á meðan hann var í sambandi við konur sem voru ekki jafn frægar og Shakira,“ sagði heimildarmaður Daily Mail. „Konurnar sem hann hefur verið með eru mjög ólíkar. Núna er hann að hitta Shakiru og hún þráir ást.“

Shakira er enn ekki sögð vera komin yfir fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnukappann Gerard Piqué. Shakira er sögð vera að dreifa huganum með sambandinu við leikarann. Vinir hennar eru hræddir um að leikarann eigi eftir að særa hana og halda því fram að hann sé kvennabósi. 

Shakira - myndbanv við lagið Puntería
Shakira - myndbanv við lagið Puntería Skjáskot/Youtube

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Puntería. Þar má meðal annars sjá Laviscount í líki kentárs og fær augastað á persónu hans. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir