Hnoðri verði árviss viðburður á Húsavík

Frá útnefningunni. Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi Norðurþings, Einar Óli og …
Frá útnefningunni. Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi Norðurþings, Einar Óli og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tónlistarmaðurinn Einar Óli Ólafsson, bæjarlistamaður Norðurþings 2023, hefur skipulagt tónlistarhátíðina Hnoðra, sem verður á Húsavík laugardaginn 30. mars nk. Fyrirmyndina sækir hann til Aldrei fór ég suður, árlegrar páskahátíðar á Ísafirði, og er frítt inn.

„Fyrirtæki á Húsavík styrkja hátíðina og í raun væri ekki hægt að halda hana án framlags þeirra,“ segir Einar Óli.

Útnefningunni bæjarlistamaður Norðurþings fylgir sú skylda að halda að minnsta kosti eina tónleika. Einar Óli segist hafa viljað sýna þakklæti með því að gera eitthvað meira.

„Í stað þess að vera sjálfur með tónleika langaði mig til að gera eitthvað sem lifir áfram en planið er að Hnoðri verði árviss viðburður um páskana.“

Stemning

Einar Óli er ættaður frá Ísafirði og bjó þar sem unglingur. „Ég elska hátíðina Aldrei fór ég suður en ég hef ekki komist vestur um páska í mörg ár og auðveldara var að búa til eitthvað nýtt hérna.“

Hann er í sambúð með Helgu Gunnarsdóttur og eiga þau Rafnar Nóa, tæplega átta mánaða son.

Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardag og stendur til miðnættis. Hún verður í skemmu við hliðina á Heimamönnum ehf. á Vallholtsvegi og Einar Óli hefur engar áhyggjur af veðri. „Þó að það sé brjálað veður fylgir því ákveðin stemning eins og menn þekkja frá Ísafirði en við spilum auðvitað inni.“

Fram koma listamennirnir KUSK & Óviti, Hinrik Hólmfríðarson, Rúnar Eff, Einar Óli, Ari Orra, Stefán Elí, Tonnatak, Davíð Helgi og Haffi Hjálmars. Kynnar verða Jónas Þór og Arnþór.

„Ég legg áherslu á að vera með listamenn frá Norðurlandi og frumsamið efni með einhverjum undantekningum,“ segir Einar Óli um valið. Listamennirnir flytji eigið efni og kynnarnir sprelli inn á milli.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson