Í hnapphelduna 19 árum eftir trúlofun

Leikkonan Michelle Yeoh gekk í hjónaband 19 árum eftir trúlofun.
Leikkonan Michelle Yeoh gekk í hjónaband 19 árum eftir trúlofun. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh og unnusti hennar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferrari, Jean Todt, gengu í hjónaband í gær, fimmtudaginn 27. júlí. Hjónin giftu sig í svissnesku borginni Genf 19 árum eftir að þau trúlofuðu sig. 

Yeoh kynntist Todt árið 2004 í borginni Sjanghaí þegar hún var ráðin til þess að leika í auglýsingu fyrir bílarisann Ferrari, en hjónin trúlofuðu sig í júlí það sama ár eftir aðeins sex vikna kynni. 

Meðal gesta í brúðkaupinu var Formúlu 1 ökumaðurinn Felipe Massa, en hann brá sér um stund í hlutverk brúðkaupsljósmyndara og birti fallega myndaseríu af deginum á Instagram-reikningi sínum. Myndirnar sýna leikkonuna meðal annars með Óskarsverðlaunastyttuna sem hún hlaut fyrr á þessu ári fyrir kvikmyndina Everything Everywhere All at Once.

View this post on Instagram

A post shared by Felipe Massa (@massafelipe)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir