Dýrið slær met í Bandaríkjunum

Valdimar Jóhannsson er leikstjóri Dýrsins.
Valdimar Jóhannsson er leikstjóri Dýrsins. VALERY HACHE

Íslenska kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, var sjöunda tekjuhæsta kvikmyndin í bandarískum kvikmynda húsum um helgina. Alls seldust miðar fyrir rúmlega eina milljón bandaríkjadala eða um 150 milljónir íslenskra króna. 

Dýrið var frumsýnd í Bandaríkjunum á fimmtudag og þá í hátt í 600 kvikmyndahúsum vítt og breitt um landið. Hún er fyrsta íslenska kvikmyndin til að fá slíka dreifingu í landinu og tekjuhæsta íslenska kvikmyndin í bandarískum kvikmyndahúsum.

Kvikmyndin er frumraun íslenska leikstjórans Valdimars Jóhannssonar en með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson.

Dýrið kom nýtt inn á lista yfir miðasölu í kvikmyndahúsum um helgina ásamt James Bond myndinni No Time To Die. No Time To Die fór beint á topp listans en alls seldust miðar fyrir 56 milljónir bandaríkjadala á þá mynd. 

Kvikmyndin var fyrst frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir frumleika sinn.

Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur …
Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson í Cannes í sumar. VALERY HACHE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson