Jónas í sóttkví og allir fá ókeypis drykk

Jónas, hér ekki í sóttkví heldur á tónleikum.
Jónas, hér ekki í sóttkví heldur á tónleikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson nær ekki að halda tónleika á Borgarfirði eystri í kvöld, í aðdraganda Bræðslutónleikanna sem haldnir verða á morgun. Ástæðan er sú að Jónas er kominn í sóttkví, ásamt einum öðrum sem einnig skipar hljómsveit hans.

„Undanfarna sólarhringa höfum við reynt allt til að púsla saman atriði í kringum hljómsveitina hans með einhvers konar tæknilegri aðkomu Jónasar okkar og leituðum dyrum og dyngjum að staðgengli hans en við þurfum nú loks að sætta okkur við það að það mun ekki takast við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningu frá rekstraraðilum Fjarðarborgar, sem hýsa átti tónleika kvöldsins.

Hakon, Gugusar og Birnir

„Jónas og félagar eru mjög leiðir yfir þessu og senda kærar kveðjur öllum þeim sem þeir höfðu hlakkað til að spila fyrir í kvöld,“ segir þar einnig.

„Við erum engu að síður með þrjú frábær atriði á tónleikadagskránni í kvöld sem eru Hakon, Gugusar og Birnir og við ætlum að láta þar við sitja. Yfirleitt hafa atriðin á föstudagstónleikum okkar einungis verið þrjú en í ár átti að gera enn betur en því miður reyndist það ógerningur. Við ætlum engu að síður að bjóða öllum gestum okkar ókeypis drykk á barnum í sárabætur.“

Um leið er minnt á að boðið sé upp á grímur og spritt fyrir þau sem vilja.

„Eins og staðan er núna eru eng­ar tak­mark­an­ir, við vit­um að það er umræða um þær en á meðan það er bara umræða ein­hvers staðar þá get­um við ekki brugðist við því,“ sagði Áskell Heiðar Ásgeirs­son, einn skipu­leggj­enda Bræðslunnar, í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson