Aldrei viljað vera í bakgrunni

Siggi Gunnars hefur náð góðum árangri í útvarpsmennsku hér á landi og unnið sig inn í hjörtu hlustenda útvarpsstöðvarinnar K100. Hann hefur starfað í útvarpi í áratugi og segist frá upphafi hafa lagt áherslu á að læra sem allra mest. Þegar hann var að byrja reyndi hann að vera eins mikið í útvarpinu og hann gat til að bæta sig sem útvarpsmann.

Siggi eða Sig­urður Þorri Gunn­ars­son er gest­ur Dóru Júlíu í Dag­mál­um, streym­isþátt­um Morg­un­blaðsins sem eru opn­ir áskrif­end­um. Viðtalið er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Persónulegt spjall og persónulegar sögur

„Það sem aðskilur útvarp frá streymisveitum, og geisladiskum þar áður, er að það er einhver að tala við þig með rödd, einhver sem er félagi þinn,“ segir Siggi. Hann segir ýmislegt fylgja því að leyfa sér að vera persónulegur þegar fólk er að hlusta. „Þegar það er bragð af því sem þú ert að gera, þú ert persónulegur, þá líkar sumum við þig og öðrum ekki,“ en það stoppar Sigga þó ekki í því að vera hann sjálfur. „Maður getur verið hlutlaus og í bakgrunni, en ég hef aldrei viljað vera í bakgrunni.“

Siggi fór að hluta til í útvarpið vegna ömmu sinnar, en þau höfðu alltaf verið mjög náin. Amma hans missti fljótt sjón og segir Siggi útvarpið alltaf hafa verið til staðar fyrir hana. „Hún var alltaf með útvarpið í gangi heima hjá sér, allan daginn, alveg frá morgni þangað til hún sofnaði við útvarp. Þá fattaði ég hvað útvarp er svakalegur félagsskapur,“ segir Siggi og leggur því alltaf áherslu á persónuleikann og félagsskapinn þegar hann er í loftinu. „Ég tala alltaf við eina manneskju, aldrei þið heldur alltaf þú. Útvarp er þannig miðill að vanalega erum við að hlusta ein, ein í bílnum, ein heima að vaska upp eða að gera eitthvað ein.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir