„Kom til mín óvænt“

„Við nálgumst þetta allt frá opnu formi djassspunans og frelsislögmálum djassins þannig að hver flutningur er einstakur. Þetta er mjög intens því hver einasta upptaka þarf að virka,“ segir Jóel Pálsson saxófóleikari þar sem við fengum að heimsækja hann í Sundlaugina í Álafosskvosinni meðan á upptökum nýjustu plötu hans stóð. Við læðumst inn úr sólinni og göngum varlega eftir bökkum laugarinnar á meðan tónlistarmennirnir pæla í hvort þeir eigi að enda lagið á átta töktum í Es moll.

Fyrsta platan með söngvara

„Það er gott að vinna hér, en það eru ekki mörg stúdíó sem koma til greina til að taka upp lifandi tónlist. Við þurfum allir að vera eins einangraðir og við getum, svo það leki sem minnst á milli hljóðfæranna. Þá hefur hljóðmaðurinn betri stjórn á hverju og einu hljóðfæri, þannig að það verður auðveldara að hljóðblanda eftir á,“ útskýrir Jóel sem fékk með sér á plötuna Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Valdimar Kolbein Sigurjónsson á bassa og Einar Scheving á slagverk; menn sem hann hefur unnið ótal sinnum með áður.

Þetta er sjöunda platan sem Jóel gefur út með sínum eigin lögum, en hann er nú í fyrsta skipti að vinna með texta og söng. Hann fékk tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson til að syngja fyrir sig ljóð eftir skáldin Þórarin Eldjárn, Gerði Kristnýju, Gyrði Elíasson, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Braga Ólafsson.

Nánar er fjallað um Jóel og gerð plötunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson