Allt klikkar á leiksýningu

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og leikstjóri.
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og leikstjóri. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Halldóra Geirharðsdóttir sest aftur í leikstjórastólinn á næsta leikári og stýrir breska gamanleiknum The play that goes wrong eftir Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar, sem frumsýndur verður á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu í mars 2018.

Leikritið hlaut Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og var nverið frumsýnt á Broadway. Verkið fjallar um leikhóp sem gefst færi á að setja upp morðgátu og lítur á það sem stórt tækifæri. Allt fer þó á annan veg en ætlað var þegar ýmsir hlutar sýningarinnar klikka, hvort heldur leikarar, leikmynd eða leikmunir.

Með hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson