Tökur á Skam í fullum gangi

Myndbandið sýnir stúlkurnar við lestarstöð í Ósló.
Myndbandið sýnir stúlkurnar við lestarstöð í Ósló. Skjáskot af Youtube

Norski miðillinn Dagbladet hefur nú birt myndir sem sýna frá tökum á 4. seríu norska unglingaþáttarins Skam sem framleiddur er af NRK. Þátturinn er gríðarlega vinsæll, bæði á Norðurlöndunum og þar fyrir utan, og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir næstu seríu.

Miklar umræður hafa skapast meðal aðdáenda þáttanna um hver verði aðalpersóna næstu seríu en sumir vilja túlka það þannig að það sjáist á myndunum.

Í hverri seríu af Skam er ein aðalpersóna og er hún í hverri einustu senu. Það má því gera ráð fyrir því að aðalpersónan sé ein af kvenkarakterum þáttanna, Eva, Noora, Sana, Vilde eða Chris þar sem aðeins þær sjást á myndunum fyrir utan hóp af óþekktum unglingsdrengjum. Fyrsta sería fjallaði um Evu og önnur um Nooru og þar af leiðandi telja aðdáendur líkur á að næsta sería fjalli annaðhvort um Sönu eða Vilde. En það hefur ekki verið staðfest af NRK.

Á myndunum má sjá stúlkurnar standa í hring á Hasle-lestarstöðinni í Ósló. Þá má einnig sjá fyrrnefnda unglingsdrengi labba upp að þeim og rétta Vilde blöðrur.

NRK hefur ekkert viljað tjá sig við Dagbladet um myndirnar eða gefa upp hvenær 4. serían fer í loftið.

Myndband Dagbladet af tökustað má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg