Skam stjarna opnar sig um átröskun

Ulrikke Falch leikur Vilde í norsku þáttunum Skam.
Ulrikke Falch leikur Vilde í norsku þáttunum Skam. skjáskot/Dagbladet

Ulrikke Falch sem er þekkt fyrir túlkun sína á Vilde í Skam sagði nýlega frá glímu sinni við átröskun þegar hún var yngri. „Þetta gekk í nokkur ár og líkaminn var orðin veikburða,“ segir Ulrikke. En eins og flestir Skam-aðdáendur vita glímir Vilde einnig við átröskun.

Stjörnurnar í Skam veita sjaldan viðtöl en Dagbladet greinir frá því að Ulrikke hafi opnað sig í norskum spjallþætti í síðustu viku. „Þegar ég var krakki fékk þá hugmynd að ég væri ekki flott,“ segir Ulrikke. En hún var aðeins fjórtán ára þegar hún byrjaði að svelta sjálfa sig í von um að grennast.

Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.
Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.

Hún hugsaði ekki um annað en að verða grönn. Það versta við þetta tímabil að sögn Ulrikke var að þurfa að ljúga að fjölskyldu og vinum. Þetta gekk svo langt að hún varð veik og gat ekki mætt í skólann.

„Ég sá hvernig sjúkdómurinn tók yfir líf mitt, hann var í rauninni lífið.“ Að lokum fékk Ulrikke hjálp og segist vera laus við sjúkdóminn.

Hér má sjá mynd sem Ulrikke setti á Instagramið sitt frá þeim tíma sem hún var veik. Hún er ekki ánægð með þær athugasemdir sem fylgja myndinni sem segja að hún sé fullkomin.

Áhugavert er að sjá hvernig málin þróast hjá persónu Ulrikke, henni Vilde. Vilde er af mörgum talin líkleg til þess að vera aðalsögupersónan í fjórðu þáttaröðinni af Skam.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg