Er komið að Vilde?

Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.
Vinkonurnar í Skam. Vilde er önnur frá hægri.

Aðdáendur norsku unglingaþáttanna Skam hafa mánuðum saman velt vöngum yfir því hver verður aðalsöguhetjan í fjórðu þáttaröðinni. Nú er spurning hvort Instagram-mynd hafi ljóstrað upp um leyndarmálið.

Leikkonan Ulrikke Falch, sem fer með hlutverk Vilde í þáttunum setti í vikunni mynd inn á Instagram með þessum skilaboðum: „Ég er aðalpersónan í fjórðu þáttaröðinni.“

Ulrikke Falch fer með hlutverk Vilde.
Ulrikke Falch fer með hlutverk Vilde. Skjáskot af Instagram

Svo virðist sem norska ríkissjónvarpið hafi ekki verið á sama máli og leikkonan um að tímabært væri að segja frá þessu þannig að skömmu síðar var búið að breyta textanum í „4“.

Í fyrstu þremur þáttaröðunum, sem gerast í menntaskóla í Ósló, hefur verið fylgst með lífi vinahóps í gegnum eina aðalpersónu. Í þeirri fyrstu var það Eva, Nóra í þáttaröð tvö og Isak í þeirri þriðju. Skam hefur notið gríðarlegra vinsælda og langt úr fyrir aldurshópinn sem þáttunum var beint að en á Íslandi kom þriðja þáttaröðin í dag inn á Sarp RÚV með íslenskum texta. Fjórða þáttaröðin verður frumsýnd í Noregi í vor, hvort sem Vilde verður þar í aðalhlutverki eður ei.

Vegna deilu við samtök tónlistarmanna í Noregi verður fjórða þáttaröðin aðeins í boði í Noregi sem þýðir væntanlega að einhverjir spenntir áhorfendur í öðrum löndum eigi eftir að finna leið til þess að nálgast þættina.

Skam.
Skam.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg