Æstir SKAM-aðdáendur trufla skólastarf

SKAM hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og nú flykkjast …
SKAM hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og nú flykkjast aðdáendur frá Danmörku til Óslóar til að líta sögusvið þáttanna augum.

Danskir aðdáendur SKAM-þáttanna norsku hafa flykkst að skólanum Hartvig Nissens í Ósló þar sem persónur þáttanna stunda nám. Að því er fram kemur í frétt Radio24Syv standa þeir stundum fyrir utan kennslustofur í von um að sjá og hitta leikarana sjálfa en Tarjei Sandvik Moe, sem leikur Isak í þáttunum, er einnig nemandi við skólann.

Að sögn Hanna Norum Eliassen skólastjóra er ágengnin orðin svo mikil að skólinn hefur neyðst til að setja sérstakar reglur um hvernig skuli taka á heimsóknum aðdáendanna.

„Kennararnir hafa fengið þær leiðbeiningar að ef að þeir sjá utanaðkomandi einstaklinga í skólabyggingunni skuli þeir biðja þá vinsamlegast um að fara út.  Við viljum halda skólastarfinu í sem eðlilegustu horfi svo það er svolítið óheppilegt að nemendur okkar skuli rekast á danska túrista á göngunum.“

Persónur SKAM stunda nám við Hartvig Nissens-skólann í Ósló en …
Persónur SKAM stunda nám við Hartvig Nissens-skólann í Ósló en leikarinn sem leikur Isak í þáttunum er einnig nemandi þar. Skjáskot/Skam

Að sögn Hanna eru 90% þeirra sem komið hafa í skólann á síðustu sex mánuðum Danir en einstaka Svíar kíkja þó einnig við.

„Þeir taka Óslóar-bátinn, sem við köllum Dana-bátinn, [frá Kaupmannahöfn] og ástæða ferðalagsins eru SKAM-þættirnir. Okkur þykir frábært að SKAM skuli vera svona vinsælt í Danmörku en við viljum helst komast hjá því að fólk sé að koma inn í skólabyggingarnar.“

Hanna segir ekkert alvarlegt hafa komið upp enn sem komið er en hún hvetur danska SKAM-aðdáendur til þess að leyfa nemendum að vera í friði á meðan þeir eru í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg