Hvítir, miðaldra innkaupastjórar

Mynd/NRK

Norsku unglingaþættirnir Skam (ísl. Skömm) hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda í heimalandinu. Þættirnir þykja miðla lífi unglinga í framhaldsskóla í Ósló afar vel og er tekið á erfiðum viðfangsefnum sem sjaldan eiga upp á pallborðið í unglingaþáttum. Öllum hefðbundnum tabú-um er fleygt út um gluggann og áhorfendatölurnar benda til þess að norskir unglingar kunni að meta ferskleika þáttanna. Þá hafa einnig krónprinsessan Mette-Marit og forsætisráðherrann Erna Solberg viðurkennt aðdáun sína á þáttunum.

Aðra sögu er hins vegar að segja af erlendum sjónvarpsstöðvum. Norska ríkissjónvarpið sem framleiðir þættina hefur nefnilega reynt að selja þá til erlendra sjónvarpsstöðva en án teljandi árangurs. Mörgum innkaupadeildum þykja þættirnir hreinlega of grófir. Í þáttunum er fjallað um einelti, netníð, dreifingu nektarmynda, nauðganir, geðraskanir, áfengis- og vímuefnaneyslu og óléttu. 

Áfengisneyslan þykir of mikil

„Okkur er sagt að áfengisneyslan í þáttunum sé of mikil. Unglingarnir eru ekki bara smá fullir heldur mjög fullir,“ segir Claudia Schmitt sem starfar fyrir þýskt kvikmyndafyrirtæki sem aðstoðar við að selja þættina. 

Fyrr í þessum mánuði fór fram stór sjónvarpsþáttamessa í frönsku borginni Cannes. Talsverð umræða skapaðist um þættina vinsælu en sölutölurnar endurspegluðu ekki sama áhugann. 

Auk þess að vera talsvert grófari en aðrir unglingaþættir eru þeir framleiddir og sýndir með nýstárlegum hætti. Á meðan á þáttunum stendur er hægt að fylgjast með persónunum í þáttunum á samfélagsmiðlum, eins og þeir væru til í alvörunni. Eru persónurnar virkar á Instagram og Facebook og áhorfendur geta því fylgst vel með þróun mála. 

Schmitt bendir á að þessi nýja sýningaraðferð geti líka virkað svolítið framandi fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Í sama streng tekur Ole Hedemann sem leiðir þróunardeild NRK og hefur einnig unnið við að selja þættina.

Hann segir að þættirnir séu svo nýstárlegir að innkaupastjórar annarra sjónvarpsstöðva þori ekki að kaupa þá. Auk þess séu innkaupastjórarnir flestir hvítir menn um fimmtugt. „Innkaupastjórarnir verða svo að hitta stjórn fyrirtækjanna sinna og skila þeim auknu áhorfi. Þeir eru ekki áhættusæknir. Margir reyna að halda fast í það sem fólki þótti skemmtilegt í gær í stað þess að horfa fram á veginn,“ segir Hedemann í samtali við NRK.

Hann segist þó bjartsýnn á að þættirnir verði endurgerðir í öðrum löndum, þrátt fyrir nýjunga og framsækni. „Þættirnir verða sennilega endurgerðir á Norðurlöndunum. Hér er mesta notkun á snjallsímum og tölvum. Gefið okkur þrjú ár,“ segir Hedemann fullur sjálfstrausts.

Sjá frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg