Er eðlilegt að börn vakni á tveggja tíma fresti?

Er eðlilegt að börn vakni á tveggja tíma fresti langt …
Er eðlilegt að börn vakni á tveggja tíma fresti langt fram eftir aldri? Ljósmynd/Pexels/Helena Lopes

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum færslu á Instagram þar sem hún fór yfir hvort eðlilegt sé að börn vakni á tveggja tíma fresti langt fram eftir aldri. 

„Þetta sé ég reglulega á samfélagsmiðlum, að það sé eðlilegt að börn vakni á 2 tíma fresti á næturnar, langt fram eftir aldri. Hvað er á bakvið þessa staðhæfingu? Er einhver vísindalegur grunnur á bakvið hana? Eða er þetta bara eitthvað sem fólk segir til að láta foreldrum líða betur á þessum erfiðu tímum?

Hvað er í raun og veru eðlilegt?

Nýburar (0-3 mánaða) sofa yfirleitt í 1-4 klst í einu og vakna reglulega fyrir gjafir. Eftir 2 mánaða aldur fer dægursveiflan að þroskast sem hjálpar þeim að vilja sofa á næturnar. Eftir nýburaskeiðið er eðlilegt að börn fari að lengja nætursvefninn sinn.

Það er ekki gott að normalisa hluti sem eru ekki eðlilegir og sem eru jafnvel þess valdandi að mæður þjáist enn lengur í svefnleysi heldur en þær þurfa, eða fórni sér í svefnleysið í þeirri trú að þetta sé eðlileg hegðun barna og þetta þurfi að gera til að vera góð mamma.

Ekki láta neinn “guilt-trippa” þig út í að fórna nætursvefninum þínum. Ef barnið þitt vaknar margoft yfir nóttina og þú ert orðin langþreytt er hægt að komast að undirliggjandi orsök og leiðrétta hana svo þið getið fengið svefninn ykkar til baka,“ skrifaði Hafdís í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert