Segir skipstjórana hafa vanrækt skyldur sínar

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, furðar sig á ályktun Verðanda.
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, furðar sig á ályktun Verðanda. Samsett mynd/mbl.is/Óskar Pétur

Skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum leiddi í ljós að öryggisloki akkeris Hugins var opinn í sex vikur áður en akkeri skipsins fór í vatnslögnina sem liggur til Vestmannaeyja og stórskemmdi hana. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sendi frá sér í dag og birtist á Tígull.is.

Sendi hann hana frá sér í kjölfar þess að stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda samþykkti að lýsa vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvarinnar vegna starfsloka skipstjórnarmanna á Hugin. 

Huginn VE er í eigu Vinnslustöðvarinnar en í kjölfar atviksins samdi Vinnslustöðin um starfslok við tvo skipstjórnarmenn á skipinu. Vatnslögnin sér Eyjamönnum fyrir vatni og er það skemmd að hættustigi var lýst yfir í bænum. Skipta þarf lögninni út og er ekki hægt að gera það fyrr en næsta sumar. 

Ekki fengist skýringar

Í yfirlýsingu Sigurgeirs kemur fram að öryggismál hafi verið í ólagi á Hugin og að akkeri skipsins hafi einu sinni áður, á síðustu tveimur árum, losnað eins og það gerði þennan dag sem Huginn sigldi til hafnar. 

„Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig,“ segir Sigurgeir í yfirlýsingunni. 

Öryggisloki og spil reyndust í lagi

Þar segir Sigurgeir enn fremur: „Spil og öryggisloki/keðjustoppari hafa verið prófuð eftir atvikið. Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinn.“

Segi hann það sitt mat að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn vanrækt skyldur sínar. Það hafi því ekki verið annað verjandi en að gera starfslokasamninga við þá og við það mat stendur hann. 

Sigurgeir segir stjórn Verðanda ekki hafa óskað eftir fundi með honum eða aflað upplýsinga frá Vinnslustöðinni og furðar hann sig því á þessari ályktun. Kveðst hann reiðubúinn að hitta stjórn Verðanda hvenær sem er og fara yfir málið. 

Yfirlýsing Sigurgeirs B. Kristgeirssonar í heild:

  1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum leiddi í ljós að öryggisloki (keðjustoppari) akkeris Hugins, sem kemur í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili er losuð, hafði verið opinn í sex vikur áður en óhappið varð í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17. nóvember 2023.
  2. Spil og öryggisloki/keðjustoppari hafa verið prófuð eftir atvikið. Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni.
  3. Í ljós hefur komið að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum þar sem akkeri tapaðist af Hugin. Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig.
  4. Sjópróf vegna atviksins eru ákveðin 30. janúar 2024. Sjópróf eru skýrslutökur fyrir dómi til að varpa ljósi á aðdraganda og afleiðinga atviksins sem tjónþolar hafa óskað eftir. Sjópróf koma því ekki til álita þegar fjallað er um afleiðingar á borð við þær hvort menn haldi störfum sínum eða ekki.

Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég.

Stjórn Verðanda hefur ekki óskað eftir fundi með mér eða aflað upplýsinga frá Vinnslustöðinni hf. vegna atviksins. Í því ljósi sætir þessi ályktun félagsins furðu. Ég er reiðubúinn til að hitta stjórn Verðanda hvenær sem er og fara yfir málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,32 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 543,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 318,70 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 156,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,32 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 543,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 318,70 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 156,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »