Mótmæla frumvarpsdrögum Svandísar

Arnar Atlason, formaður SFÚ, og stjórn samtakana mótmæla drögum að …
Arnar Atlason, formaður SFÚ, og stjórn samtakana mótmæla drögum að frumvarpi um ný heildarlög fyrir sjávarútveginn og segja ekki tekið á meintum markaðsbrestum í núverandi kvótakerfi. mbl.is/Hari

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) mótmæla frumvarpsdrögum um ný heildarlög fyrir sjávarútveg sem matvælaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Telja samtökin að frumvarpsdrögin, verði þau að lögum, vísbendingu um að mistekist hafi að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra koma af stað 2022.

Í ályktun sem stjórn SFÚ sendir frá sér segir að „samtökin mótmæla sérstaklega hugmyndum um rýmkun hámarksaflahlutdeildar félaga á markaði í 15 %.“ Vísa samtökin til þess að til standi að rýmka leyfilega hámarkshlutdeild þeirra félaga sem skráð eru í kauphöllina í þeim tilgangi að hvetja til dreifðara eignarhalds og aukins gagnsæis um eignar- og stjórnunartengsl.

„Fyrir liggur að samþjöppun veiðiheimilda hefur verið gríðarleg á undanförnum misserum þrátt fyrir viðleitni í þá átt að hvetja til dreifðara eignarhalds. Þá er staðreyndin áfram sú, nái frumvarpið fram að ganga, að 6-10 fyrirtækja samstæður geti haldið á öllum veiðiheimildum þjóðarinnar og jafnvel haft óljós eignatengsl sín á milli. Markmiðið með starfi Auðlindarinnar okkar var meðal annars að taka á þessum markaðsbresti í íslenskum sjávarútvegi. Verði þessi hluti frumvarpsins samþykktur er ljóst að það hefur mistekist fullkomlega,“ segir í ályktuninni.

Sakna áherslu á markaðsbrest

SFÚ segir stóran hluta af þeirri vinnu sem fór fram á vettvangi Auðlindarinnar okkar hafi snúist um þau 5,3% veiðiheimilda sem ríkið ráðstafar til byggða- og atvinnukvóta og er þannig utan hins hefðbundna kvótakerfis.

„SFÚ saknar þess að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á markaðsbresti 94,7 % kerfisins og misbresti á samkeppnis- og eftirlitsmálum. Ljóst er að fákeppnin skilar mörgu óæskilegu inn í kerfið sem lítið var minnst á í vinnu nefndarinnar. Má þar nefna brottkast, svindl á vigtun og margrædda samþjöppun, sbr. álit Ríkisendurskoðunar frá 2019.“

Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa.
Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa. mbl.is/Alfons

Vilja efldar strandveiðar

Skora samtökin á stjórnvöld að vanda vinnu við hvernig gengið sé um umræddar 5,3% heimildir og leggja til að allar heimildir sem verða óráðstafaðar við mögulegt afnám almenna byggðakvótans verði veitt strandveiðum. „Þar hefur mesta nýliðun orðið, auk jákvæðra áhrifa sem þær hafa haft á byggðir landsins.“

Þá hvetur SFÚ til þess að strandveiðar verðu efldar, að hlutdeild þeirra af heildaraflaheimildum verði aukin og að tryggt verður jafnræði milli veiðisvæða. Auk þess telja samtökin eðlilegt að veiðitímabil strandveiðibáta hefjist að loknu hrygningarstoppi um miðjan apríl og standi fram í september í stað maí til ágúst eins og nú er.  „Jafnframt ber að tryggja öllum strandveiðisjómönnum jafnt aðgengi, með fyrirfram ákveðnum dagafjölda í stað heildar úthlutunar á strandveiðiflotann. Auk þess verði skylt að landa strandveiðiafla á markaði til að tryggja sjálfstæði strandveiðisjómanna sem best.“

Bætist áskorun SFÚ til matvælaráðherra um að efla strandveiðar við ákall Landssambands smábátaeigenda (LS). Fyrr í mánuðinum sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, í aðsendri grein í Morgunblaðinu að matvælaráðherra hefði ekki staðið við gefin fyrirheit í málinu og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð strandveiða.

Veiðar og vinnsla verði aðskilið

Í ályktun stjórnar SFÚ er fullyrt að skýrasta dæmi um markaðsbrest sé innri sala sjávarútvegsfyrirtækja, það er að segja þegar afli er seldur frá skipi til vinnslu sem bæði eru í eigu sama félags. Telja samtökin réttara vera að aflinn myndi vera seldur á markaði og þannig draga úr fákeppni í fiskvinnslu og sjómönnum hærri tekjur.

Þá er lagt til að stjórnvöld leiti leiða til að stöðva útflutning á óunnum afla. „Verðmætasköpun hér heima ætti að vera algert forgangsatriði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg
20.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.397 kg
Þorskur 53 kg
Rauðmagi 21 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.487 kg
20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg
20.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.397 kg
Þorskur 53 kg
Rauðmagi 21 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.487 kg
20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg

Skoða allar landanir »