Sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi …
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi með fulltrúum þeirra í tilefni af stöðvun strandveiða snemma í júlí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi hennar með fulltrúum þeirra á mánudag, en kvaðst vilja sjá hvaða tillögur til umbóta komi úr stefnumótunarverkefninu „Auðlindin okkar“ sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hrinnti af stað á síðasta ári.

Þetta kemur fram í bréfi sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur sent félagsmönnum um fudninn. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópa sem skipaðir voru í tengslum við „Auðlindina okkar“ verði kynntar í þessum mánuði.

Fram kemur að á fundinum sem LS hafði óskað eftir hafi auk forsætisráðherra verið viðstaddir þeir Arthur Bogason formaður LS, Magnús Jónsson formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar og Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands.

Í bréfinu segir að rætt hafi verið meðal annars um:

  • „Strandveiðikerfið er eini gluggi almennings að fiskveiðum hér við land. Það var sett á árið 2009 vegna þess að framkvæmd aflamarkskerfisns var talið fara gegn mannréttindum.
  • Handfæraveiðar eru jafngamlar byggð á Íslandi og eru umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru hérlendis. Hvorki hér né annars staðar í heiminum hafa slíkar veiðar ógnað fiskistofnum.
  • Strandveiðar hafa sannað sig sem viðspyrna gegn þeirri hnignun sem margar sjávarbyggðir haf mátt þola.
  • Nú er hins vegar blikur á lofti þar sem margar útgerðir á B- og C-svæðum hafa annaðhvort þegar flutt sig yfir á A-svæði eða eru að undirbúa það. Frumvarp Matvælaráðherra leysir ekki þann vanda. Ágreiningur sá sem ríkt hefur milli svæða mun einungis flytjast inn á hvert svæði fyrir sig. Eina lausnin er að tryggja öllum sama dagafjölda, eins og stendur í núgildandi lögum.
  • Strandveiðikerfið er sóknarmarkskerfi og þarf að vera að öllu leyti aðskilið frá aflamarkskerfinu. Til þess að það geti orðið þarf að vera sveigjanleiki í ráðgjöf Hafró og að breytilegur afli strandveiðanna sé ekki inni í 20% aflareglu.“

Ræddu tilraunakerfi

Þá var „þeirri hugmynd var varpað fram á fundinum að gera 3-5 ára tilraun með að leyfa 4x12 veiðidaga á strandveiðum (skv. lögum) án þess að setja upp fyrirfram niðurneglt heildaraflamark. Í lok tilraunatímabilsins yrði staðan metin, bæði fiskifræðilega og hver þróunin hafi orðið í fjöldi strandveiðibáta.“

„Forsætisráðherra sýndi málflutningi okkar skilning en lagði áherslu á að hún vildi sjá hvað kæmi út úr vinnu stóru nefnarinnar sem starfar undir heitinu „Auðlindin okkar“,“ segir að lokum.

Strandveiðar voru stöðvaðar 12. júlí þegar tíu þúsund tonna aflaheimildir í þorski sem ráðstafaðar voru veiðunum kláruðust. Strandveiðisjómenn hafa um langt skeið krafist að fá að veiða í 12 daga í maí, júní, júlí og ágúst eins og gert var ráð fyrir þegar veiðikerfinu var komið á, en síðustu ár hafa heimildirnar klárast löngu áður en veiðitímabilinu lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 418,57 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 543,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 319,25 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 163,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 146,95 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 219,06 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 194,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 418,57 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 543,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 319,25 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 163,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 146,95 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 219,06 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 194,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »