Um 70% þjóðarinnar nota Abler

Markús Máni Michaelsson Maute framkvæmdastjóri og Jóhann Ölvir Guðmundsson tæknistjóri …
Markús Máni Michaelsson Maute framkvæmdastjóri og Jóhann Ölvir Guðmundsson tæknistjóri stofnuðu Abler.

Hugbúnaðarfyrirtækið Abler, sem þróar vinsælasta kerfi landsins fyrir íþrótta- og tómstundastarf, eins og því er lýst á heimasíðu félagsins, með yfir eitt þúsund félög sem viðskiptavini, hefur haslað sér völl í líkamsræktarbransanum, samhliða annarri starfsemi. Fyrirtækið var sett á stofn árið 2017 en fyrsta varan kom á markaðinn árið 2018.

Flestir foreldrar barna í íþróttum þekkja kerfið en nú eru skráðir notendur orðnir yfir 270 þúsund talsins, allt að 70% þjóðarinnar.

Markús Máni Michaelsson Maute, framkvæmdastjóri og stofnandi, segir aðspurður að nokkuð sé síðan Abler byrjaði að þjónusta líkamsræktarstöðvar.

Hluti starfsfólks Abler á Íslandi.
Hluti starfsfólks Abler á Íslandi.

Byrjuðu með Ultraformi

„Við byrjuðum fyrst með minni aðilum eins og Ultraformi, sem rekur stöðvar á Akranesi og í Grafarholti, Norður AK á Akureyri og Náttúruhlaupum og nýlega gekk World Class til liðs við okkur. Í dag erum við komin með mjög breiðan hóp viðskiptavina og spönnum allt frá yngstu iðkendum upp í félagsstarf eldri borgara,“ útskýrir Markús.

Meðlimaklúbbar, góðgerðarfélög og trúfélög nota Abler einnig til að innheimta gjöld og skipuleggja félagsstarf sitt.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK