Byrja með netöryggistryggingar

Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga hjá TM.
Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga hjá TM.

Tryggingafélagið TM hefur hafið sölu á netöryggistryggingum en þær eru hugsaðar til að lágmarka tap lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir netárás.

Tölvuárásum bæði hér á landi og erlendis hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Reglulega koma upp mál þar sem komist er inn í kerfi fyrirtækja og gögnum læst og farið fram á lausnargjald. Það átti sér meðal annars stað í tilfelli Geislatækni í síðasta mánuði.

Þá voru einnig árásir gerðar á Arion banka, Íslandsbanka, Valitor og Saltpay í síðasta mánuði sem ollu truflunum á starfsemi og þjónustu fyrirtækjanna.

Samkvæmt tilkynningu frá TM nær tryggingin til fimm bótasviða, en það eru netárás, gagnaleki, ábyrgð vegna gagnaleka, rekstrarstöðvun og auðkennisþjófnaður. Veitir tryggingin aðgang að þjónustuaðilum hér á landi sem eru sérfræðingar í netöryggi og bætir kostnað við að endurreisa tölvukerfi og tölvugögn í kjölfar árásar. Einnig bætir hún rekstarstöðvun og kostnað við það ef gögn leka og kostnað sem kann að hljótast í kjölfar auðkennisþjófnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK