Fjárfesting upp á 14 milljarða

HB Grandi mun á þessu ári taka við þremur nýjum ísfisktogurum og er sá fyrsti þeirra nú þegar kominn til landsins. Hefur hann fengið nafnið Engey. Bætast skipin þrjú í hóp tveggja nýrra uppsjávarskipa sem félagið fékk afhent árið 2015.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri félagsins, segir að nokkrir samverkandi þættir hafi ráðið því að ákveðið var að ráðast í þessa 14 milljarða króna fjárfestingu.

„Það var einfaldlega kominn tími á endurnýjun og eiginfjárstaða félagsins sterk. Það hefur orðið framþróun í hönnun skipanna og gömlu skipin okkar einfaldlega búin að skila sínu. Meðalaldur skipa okkar var orðinn 34 ár.“

Ítarlegt viðtal við Vilhjálm er birt á miðopnu ViðskiptaMoggans í fyrramálið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK