Mesta umbreytingaárið framundan

„Ég held að árið 2017 verði eitt mesta umbreytingaárið í íslenskri verslun.“ Þetta segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.

 „Hér eru að verða miklar breytingar. Það eru að koma stórir alþjóðlegir aðilar inn á markaðinn. Þeir koma til með að hafa áhrif á marga flokka, hvort sem það er bensín eða fatnaður eða dagvara, raftæki og fleira og fleira.“

 Vísar hann í þessu ekki síst til komu H&M og Costco til Íslands.

 „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem svona stórir aðilar koma og fjárfesta hér á Íslandi, eru með sínar eigin verslanir og taka þátt í íslenskri verslun,“ segir Finnur.

 Á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag er að finna ítarlegt viðtal við Finn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK