Hugleiðingarnar ekki svaraverðar

Arion banki
Arion banki mbl.is

„Hugleiðingar Róberts Guðfinnssonar um málið og ýmsa þá einstaklinga sem að málefnum AFLs hafa komið eru einfaldlega ekki svaraverðar,“ segir í upphafi tilkynningar sem Arion banki hefur sent frá sér vegna skrifa og ummæla Róberts um fyrirhugaða sameiningu AFLs Sparisjóðs við Arion banka.

Frétt mbl.is: Arion banki „einnota í viðskiptum“

Enn fremur segir í tilkynningu Arion banka, sem undirrituð er af Haraldi Guðna Eiðssyni forstöðumanni samskiptasviðs bankans:

„Hvað varðar alvarlega stöðu AFLs þá vísa ég til niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Staða sparisjóðsins, sem hefur þjónað íbúum Siglufjarðar og Sauðárkróks um langa hríð, hefur því miður til margra ára verið mjög slæm. Sjóðurinn hefur þurft stuðning og fyrirgreiðslu frá Arion banka sem bankinn hefur veitt, þrátt fyrir að hafa ekki stjórnunarlega aðkomu að sjóðnum fyrr en nýverið.

Að vel athuguðu máli margra aðila, þar með talið Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins, KPMG og annarra óháðra skoðunarmanna, er ljóst að staða AFLs í dag er það alvarleg að ekki er hægt að halda áfram með það söluferli sem farið var í gang. Niðurstaða dómsmála vegna ágreinings um lögmæti erlendra lána myndi ekki breyta þessari staðreynd. Því er ekkert annað í stöðunni til að afstýra enn frekara tjóni en að sameina AFL sparisjóð Arion banka, en AFL hefur verið hluti af samstæðureikningi Arion banka um árabil.

Við hjá Arion banka munum leggja okkur fram um að veita öfluga þjónustu í Fjallabyggð bæði á Siglufirði og Ólafsfirði sem og i Skagafirði.“

Fyrri frétt mbl.is:

Arion banki „einnota í viðskiptum“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK