Hringdu lokar ekki á skráardeilisíður

Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu.
Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu. Mynd/Hringdu

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að Deildu.net og Piratebay fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. Af hálfu Hringdu er verið að skoða málið með tilliti til kæru til Hæstaréttar.

Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins. Þann 6. september 2013 krafðist STEF ásamt Samtökum myndrétthafa á Íslandi og Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðanda og Félagi hljómplötuframleiðenda lögbanns á Hringdu en niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur var að leggja fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að fyrrnefndum vefsíðum.

Í tilkynningu Hringdu segir að fyrirtækið hafi ekki lokað og muni ekki loka fyrir aðgengið fyrr en ákvörðun liggur fyrir.

Af hálfu Hringdu er verið að skoða málið með tilliti til kæru til Hæstaréttar. „Það kann að reyna á gildi þessa úrskurðar ef úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar og það kann einnig að reyna á lögmæti lögbannsins í staðfestingarmáli í framhaldi ákvörðunar sýslumanns um að leggja á lögbann,“ segir segir Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu. „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu,“ segir hann.

Efnislega sami úrskurður var einnig kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi lögbannskröfu á fjarskiptafyrirtækið Fjarskipti hf. „Með hliðsjón af niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálum þessum má búast við að STEF fari fram á við öll fjarskiptafyrirtæki landsins að lokað verði á umræddar vefsíður,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK