Samið um smíði vinnubúða vegna álversbyggingar

ATCO Europe Ltd, dótturfyrirtæki kanadíska fyrirtækisins ATCO Structures Inc., hefur gert samninga við verktakafyrirtækið Bechtel um að reisa vinnubúðir í Reyðarfirði í tengslum við byggingu álvers Alcoa.

Um er að ræða samninga um hönnun, framleiðslu og uppsetningu vinnubúða fyrir allt að 1.500 manns meðan á byggingu álversins stendur. ATCO Europe Ltd. segir í tilkynningu, að búðirnar verði að mestu leyti smíðaðar í verksmiðjum fyrirtækisins í Búdapest í Ungverjalandi, en hluti verði smíðaður í Diboll í Texas. Þá hefur ATCO Structures einnig stofnað fyrirtæki á Íslandi til að ljúka við uppsetninguna á Íslandi.

Í tilkynningunni er haft eftir Ron Morrison, aðstoðarforstjóra ATCO Europe, að gætt verði að ströngustu umhverfisverndarskilyrðum við byggingu búðanna. Fyrirtækið hafi mikla reynslu af vinnu á afskekktum svæðum og við erfið skilyrði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK