Náttúruvernd Alcoa greiðir fyrir endurnýjun starfsleyfis orkuvera

Alcoa, stærsta álfyrirtæki heims, hefur skuldbundið sig til að varðveita sem ósnortið 4.000 hektara land í Appalachiafjöllum sem það ræður yfir. Með því hefur félagið greitt fyrir því að leyfi þess til að starfrækja fjögur vatnsorkuver í Litluá í Tennessee verði endurnýjað.

Alcoa undirritaði í gær samninga um verndun landsins við yfirvöld og á þriðja tug umhverfissamtaka eftir samningaumleitanir sem staðið höfðu í sjö ár. Hafa þau nú samþykkt áform um áframhaldandi rekstur orkuveranna, en samningurinn þarf að öðlast samþykki bandarísku fulltrúadeildarinnar. Er samþykki þess talið aðeins formsatriði.

Starfsleyfi Alcoa vegna orkuveranna í Litluá í Tennessee og Norður-Karólíonuríki rennur út á næsta ári og hafa yfirvöld ekki viljað ljá máls á endurnýjun þess nema áður hafi tekist samkomulag um aðgerðir í þágu náttúruverndar af hálfu fyrirtækisins.

Stíflurnar voru byggðar snemma á síðasta áratug og sjá orkuver við þær risastóru álveri Alcoa í Tennessee fyrir orku. Þar eru framleiddar álþynnur til drykkjarvörudósa og veitir verið 2.000 manns atvinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK