Alcoa segir upp 4.250 manns í Mexíkó

Bandaríski álrisinn Alcoa skýrði frá því í dag, að það myndi segja upp 4.250 starfsmönnum í bílaíhlutaverksmiðjum sínum, Alcoa Fujikura Ltd (AFL), í Ciudad Acuna og Torreon í Mexíkó.

Alcoa, stærsti álframleiðandi heims, sagði fyrr á árinu að gripið yrði til endurskipulagningar verksmiðjunnar til að viðhalda samkeppnisfærni sinni á markaði fyrir framleiðslu lítilla og stórra bifreiða í Norður-Ameríku.

Verður 1.700 af 11.000 manna starfsliði í Ciudad Acuna sagt upp og 2.550 af 8.400 í Torreon. „Þessa erfiðu ákvörðun tökum við vegna markaðsaðstæðna. Samkeppni á sviði bílaframleiðslu í Norður-Ameríku er sérlega hörð og við þurfum að grípa til hennar til að halda velli í dag og um ókomna framtíð," segir Jose Alvarado, framkvæmdastjóri AFL.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK