Alcoa kaupir allt hlutafé Reyðaráls

Gengið var í dag frá samningi milli bandaríska álfyrirtækisins Alcoa, Hydro Aluminium og Hæfis um sölu á öllu hlutafé í Reyðaráli hf. til Alcoa. Um er aðallega að ræða kaup á umhverfismatsvinnu Reyðaráls vegna álvers í Reyðarfirði.

Reyðarál var á sínum tíma stofnað sem undirbúningsfélag af hálfu Norsk Hydro og Hæfis, félags í eigu íslenskra fjárfesta, vegna áforma um byggingu álvers í Reyðarfirði. Alcoa sýndi áhuga á að fá aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem Reyðarál lét gera vegna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum.

Samkomulagið er talið hafa mikla þýðingu fyrir áframhald viðræðna stjórnvalda við Alcoa en að fengnu samkomulaginu mun Alcoa á næstunni leggja inn skýrslu til Skipulagsstofnunar. Í viljayfirlýsingu frá því í júlí sl. var stefnt að því að ljúka samningnum í lok þessa mánaðar. Þá stefna stjórnendur Alcoa að því að kynna álverkefnið fyrir stjórn félagsins til fullnaðarsamþykkis eigi síðar en á stjórnarfundi í janúar 2003.

Landsvirkjun mun stefna að því að leggja rafmagnssamninginn fyrir stjórn sína og Hafnarsjóður hafnarsamninginn fyrir stjórn sína til fullnaðarsamþykkis eigi síðar en í lok desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK