Alcoa heldur áfram viðræðum um byggingu álvers

Svæðið í Reyðarfirði þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Svæðið í Reyðarfirði þar sem fyrirhugað álver á að rísa.

Stjórn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa samþykkti á fundi í dag að fela stjórnendum fyrirtækisins að halda áfram viðræðum um byggingu nýs álvers á Íslandi. Næsta skrefið verður að ganga frá sameiginlegri viljayfirlýsingu á milli Alcoa, ríkisstjórnar Íslands og Landsvirkjunar vegna verkefnisins.

Fulltrúar á Alcoa og Fjárfestingarstofunnar- orkusviðs skrifuðu í maí undir samkomulag um áframhald viðræðna um möguleika á byggingu álvers í Reyðarfirði. Samkvæmt viðbótarsamkomulaginu var einnig til skoðunar að reisa 320 þúsund tonna álver í einum áfanga sem yrði að fullu í eigu Alcoa og orka kæmi frá virkjun við Kárahnjúka og veitu í Fljótsdal. Gert var ráð fyrir að viðræðuáætlunin gilti til 18. júlí og þá myndu aðilar taka ávörðun um hvort haldið yrði áfram með verkefnið og undirritið formleg yfirlýsing um samningaviðræður. Yrði niðurstaðan jákvæð myndi Landsvirkjun ráðast í undirbúningsframkvæmdir í sumar ef samkomulag um hlutdeild kostnaðar næðist við Alcoa. Á stjórnarfundinum í dag var ákveðið að greiða arð vegna rekstrar á öðrum fjórðungi ársins. Fá hluthafar 15 sent á hlut miðað við hluthafaskrá í ágústbyrjun. Er þetta í 94. skipti í röð sem greiddur er arður miðað við ársfjórðung. Heimasíða Alcoa
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK