Norsk Hydro ítrekar áhuga á að taka þátt í álverkefni á Íslandi

Hydro Aluminium, álvinnslusvið norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið lýsir því yfir að það hafi enn fullan hug á að taka þátt í álverkefni á Íslandi þegar öll skilyrði séu fyrir hendi.

Í tilkynningunni segir að ýmsar yfirlýsingar hafi komið fram í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu varðandi áhuga Hydro Aluminium á að starfa á Íslandi. Tekið er fram að fyrirtækið hafi ekki lagt áform um álver á Íslandi á hilluna. Eins og tilkynnt hafi verið í mars hafi kaup Hydro á þýska fyrirtækinu VAQ gert það að verkum að Hydro þarf lengri tíma til að meta fjárfestingarstefnu sína til næstu ára og er því ekki í aðstöðu til að taka endanlega ákvörðun um álver á Íslandi fyrir 1. september 2002. „Við viljum taka þátt í álþróun á Austurlandi þegar öll skilyrði eru fyrir hendi," segir í tilkynningunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK