400 störf skapast í 1. áfanga Reyðaráls

Ríflega 400 störf munu skapast í 1. áfanga álvers Reyðaráls, samkvæmt bráðabrigðaútreikningum sem nú er unnið eftir. Fimmtungur starfanna mun krefjast háskóla- og tæknimenntunar og ríflega 70% starfanna krefjast sérstakrar fagmenntunar, iðn- eða fjölbrautarnáms en aðeins um 1/10 hluti starfanna í álverinu krefst engrar sérstakrar starfsþjálfunar.

Í frétt á heimasíðu Reyðaráls segir að þessar miklu menntunarkröfur, samanborið við það sem þekkst hefur til skamms tíma í áliðnaði, skýrast af tækni- og tölvuvæðingu áliðnaðarins. Sú þróun eykur einnig möguleika kvenna á störfum í þessari grein, sem hafi verið hefðbundin karlagrein. Bráðabirgðaútreikningar Reyðarálsmanna vegna starfa í 1. áfanga álversins og rafskautaverksmiðjunni hljóða alls upp á 414 starfsmenn. Þar er gert ráð fyrir 14 starfsmönnum með akademíska háskólamenntun eða sambærilega menntun, 21 starfsmanni með tæknimenntun á háskólastigi eða sambærilega menntun og 55 starfsmönnum með sértæka tæknimenntun. Þá er talin vera þörf fyrir 298 starfsmenn með iðnnám eða sérstakt fjölbrautarnám til að vinna við álframleiðslu en aðeins er reiknað með að um 26 störf séu fyrir ófaglært starfsfólk. Reyðarál.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK