Fulltrúar Norsk Hydro ræða við ráðherra og Landsvirkjun

Fulltrúar norska fyrirtækisins Norsk Hydro hafa í morgun átt fundi með íslenskum ráðherrum vegna áforma um álver í Reyðarfirði. Norðmennirnir munu einnig í dag ræða við yfirmenn Landsvirkjunar, fulltrúa fjármálafyrirtækja, vinnuveitenda og sveitarstjórnarmanna á Austurlandi. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag þar sem greint verður frá viðræðunum og verður Egil Myklebust forstjóri Norsk Hydro á fundinum.

Fulltrúar Norsk Hydro áttu í morgun fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur. Nú stendur yfir fundur Norðmannanna og yfirmanna Landsvirkjunar. Eftir hádegið verður fundur þar sem Christian Roth, stjórnarformaður ÍSAL, greinir frá reynslu fyrirtækis síns af starfsemi á Íslandi og Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fjallar um viðhorf Austfirðinga í stóriðjumálum. Þar á eftir er fundur þar sem Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagstofnunar, Valur Valsson, bankastjóri, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fjalla um efnahags- og fjármál og vinnumarkaðsmál á Íslandi. Lokafundur á dagskrá heimsóknar fulltrúa Norsk Hydro er með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK