Snæfríður setti mótsmet

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Reykjavikur leikarnir í sundi hófust í gær í Laugardalslaug, föstudag og lét árangurinn ekki á sér standa.

Þeir Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson tryggðu sér lágmark í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fram fer í Serbíu í júní.

Birnir Freyr Hálfdánarson tryggði sér lágmark í 50m flugsundi á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í Vilníus í Litháen í júlí og Hólmar Grétarsson tryggði sér lágmark í 400m fjórsundi á Norðurlandameistaramót Æskunnar sem fram fer í Helsinki í sumar.

Mótið hélt áfram í dag og Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann bæði 50m skriðsund á tímanum 26.07 og 200m skriðsund og setti mótsmet á tímanum 2:01.44.

Anton Sveinn McKee vann svo 100m skriðsund á tímanum 1:02.03 en á eftir honum var Snorri Dagur Einarsson á tímanum 1:02.23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert