Conor McGregor íhugar forsetaframboð

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Bardagakappinn Conor McGregor íhugar það alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Írlands.

Það er Mirror á Írlandi sem greinir frá þessu en McGregor, sem er 35 ára gamall, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X að undanförnu þar sem hann hefur gefið það sterklega í skyn að hann sé að íhuga framboð.

Hann birti meðal annars könnun á dögunum á X þar sem hann hvatti fylgjendur sína til þess að kjósa á milli sín og þeirra sem væri líklegastir til þess að bjóða sig fram árið 2025 þegar næstu forsetakosningar fara fram.

Michael Daniel Higgins hefur verið forseti Írlands frá árinu 2011 en hann er 82 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert