Hafði áhyggjur af því að þeir yrðu of værukærir

Lárus Jónsson þjálfari Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn í körfuknattleik var að vonum svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar lærisveinar hans töpuðu gegn sterku liði Njarðvíkinga í 1. umferð Subway-deildarinnar. 

Lárus sagði stærsta mun leiksins í kvöld og leiksins síðasta laugardag þegar liðin mættust að nú hittu hans menn bara alls ekki í körfuna, "Og um það snýst þetta á endanum" sagði Lárus.

Lárus sagðist vissulega hafa átt von á töluvert erfiðari leik í kvöld og hafði ákveðnar áhyggjur að hans menn myndu verða örlítið værukærir.  Einstaklingsframtak leikmanna tók yfir á tímum og fannst Lárusi leikmenn sínir gera of mikið af því að rekja boltann í sóknarleik liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka