Heimavellir í þremur stórborgum

Lið Ástralíu þykir sigurstranglegt í B-riðlinum á HM.
Lið Ástralíu þykir sigurstranglegt í B-riðlinum á HM. AFP/William West

Í B-riðlinum á HM leikur Ástralía við Írland og Nígería við Kanada í fyrstu umferðinni á fyrstu tveimur leikdögum HM, 20. og 21. júlí.

Ástralía heldur heimsmeistaramótið í ár ásamt Nýja-Sjálandi. Ástralir binda miklar vonir við liðið og þá sérstaklega við fyrirliðann, Sam Kerr. Liðið er gríðarsterkt og gæti farið langt og það hjálpar alltaf að vera á heimavelli.

Leikir Ástrala fara fram í stórborgunum Sydney, Brisbane og Melbourne. Heimakonur verða væntanlega í samkeppni við Kanada um sigur í B-riðli en þessi lið mætast í síðustu umferðinni í riðlinum, sem gæti ráðið því hvort þeirra lendi í fyrsta sæti.

Kanada er með lið hlaðið af ólympíumeisturum og hefur reynslumikla markaskorarann Cristine Sinclair í sínum röðum. 

Fjallað er ítarlega um liðin fjögur í B-riðli heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert