Til rannsóknar hjá FIFA

Tyrkinn á vellinum eftir leik.
Tyrkinn á vellinum eftir leik. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á því hvernig Nusret Gökçe, tyrkneskur veitingamaður, komst inn á völlinn eftir úrslitaleik HM til að fagna með leikmönnum Argentínu.

Gökçe, sem varð frægur fyrir myndbönd af sér við að salta steikur á sérstakan máta, fékk myndir af sér með leikmönnum eftir leik og handlék heimsmeistarastyttuna, þrátt fyrir að samkvæmt reglum FIFA hafi hann ekki mátt snerta styttuna.

Í myndböndum af vellinum eftir leik, má sjá leikmenn Argentínu misspennta fyrir því að fá myndir af sér með þeim tyrkneska. Þá reyndi Lionel Messi að forðast hann eftir leikinn, þrátt fyrir að Gökçe hafi tekið í höndina á argentínska snillingnum.

Gökçe mátti ekki vera á vellinum og alls ekki snerta styttuna og hefur FIFA nú hafið formlega rannsókn á málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert