Þóttist ekki skilja ensku

Olivier Giroud skorar gegn Ástralíu.
Olivier Giroud skorar gegn Ástralíu. AFP/Adrian Dennis

Franski knattspyrnumaðurinn Olivier Giroud hafði lítinn áhuga á að skiptast á treyjum við Jason Cummings, framherja Ástralíu, eftir leik liðanna í D-riðli á HM í Katar.

Frakkland vann 4:1-sigur og skoraði Giroud tvö af mörkunum fjórum. Eftir leik fór Cummings að Giroud og ætlaði að skiptast á treyjum við þann franska, en hann þóttist ekki skilja ensku og gekk í burtu.  

Franski framherjinn lék lengi með Arsenal og Chelsea og fór í fjölmörg viðtöl á ensku á þeim tíma og talar tungumálið vel. Virtist hann einfaldlega ekki hafa áhuga á að skipta um treyju við þann ástralska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert