Messi svaf með styttuna

Messi með bikarinn í fanginu uppi í rúmi.
Messi með bikarinn í fanginu uppi í rúmi. Ljósmynd/Skjáskot @leomessi

Lionel Messi, fyrirliði Argentínu og einn besti fótboltamaður allra tíma, leiddi lið sitt til sigurs á HM í Katar. Um er að ræða þriðja heimsmeistaratitil Argentínu í sögu mótsins.

Titillinn er einkar mikilvægur fyrir goðsögnina Messi. Hann stalst til að klappa styttunni og kyssa hana þegar hann gekk fram hjá henni eftir að hafa veitt gullboltanum viðtöku sem besti leikmaður mótsins. Eftir að hann hampaði styttunni eftirsóttu með félögum sínum í argentínska landsliðinu sást á honum að hann vildi líklega ekkert afhenda öðrum styttuna  nokkru sinni.

Messi birti mynd af sér á Instagram í morgun þar sem hann sést með styttuna í fanginu þar sem hann lá í rúminu. Hinn 35 ára gamli Lionel Messi er vel að heimsmeistaratitlinum kominn og bætist hann í ótrúlegt safn verðlauna hans og verður minnst í knattspyrnusögunni um ókomna tíð.

View this post on Instagram

A post shared by Leo Messi (@leomessi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert