Magnaðar móttökur í Buenos Aires

Heimsmeistararnir hylltir á götum Buenos Aires í morgun.
Heimsmeistararnir hylltir á götum Buenos Aires í morgun. AFP/Tomas Cuesta

Heimsmeistarar Argentínu lentu í Buenos Aires snemma í morgun. Það er óhætt að segja að þeir hafi fengið góðar móttökur hjá fólkinu sínu.

Argentína hafði betur gegn Frakklandi á sunnudag í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar, úrslitaleik sem lengi verður minnst sem eins allra eftirminnilegasta og besta úrslitaleiks í sögu mótsins.

Nafnarnir Lionel Messi og Scaloni ganga út úr flugvélinni við …
Nafnarnir Lionel Messi og Scaloni ganga út úr flugvélinni við komuna til Argentínu. AFP/Luis Robayo

Argentína komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Lionel Messi og Angel Di Maria áður en Kylian Mbappé jafnaði metin á rúmri mínútu undir lok venjulegs leiktíma. Messi kom Argentínu yfir í seinni hálfleik framlengingar en Mbappé jafnaði skömmu áður en Marciniak dómari flautaði af. Argentína hafði betur í vítaspyrnukeppninni, 4:2.

Þetta er þriðji heimsmeistaratitill Argentínu. Fyrsti titillinn kom árið 1978 á heima­velli og svo árið 1986 í Mexí­kó þegar Diego Arm­ando Mara­dona vann keppn­ina nærri einn síns liðs og svo nú árið 2022 í Kat­ar, á móti sem verður trú­lega alltaf minnst sem heims­meist­ara­móts Li­o­nels Messi. Þetta var fyrsta heimsmeistaramótið sem haldið var eftir að Maradona féll frá árið 2020.

Lionel Messi gengur með heimsmeistarastyttuna niður á argentínska grundu í …
Lionel Messi gengur með heimsmeistarastyttuna niður á argentínska grundu í morgun. Lionel Scaloni, þjálfari liðsins fylgir. AFP/Luis Robayo

Hundruðir þúsunda landsmanna streymdu út á götur Buenos Aires til að hylla HM-hetjurnar sem keyrðu í opinni rútu áleiðis til æfingasvæðis argentínska knattspyrnusambandsins áður en aðalhátíðahöldin fara fram seinna í dag nærri hinu gríðarstóra Obelisco-minnismerki í miðri Buenos Aires.

Lionel Messi hampar heimsmeistarastyttunni eftirsóttu.
Lionel Messi hampar heimsmeistarastyttunni eftirsóttu. AFP/Luis Robayo
Hundruðir þúsunda stuðningsmanna fögnuðu komu argentínsku HM-hetjanna er þær lentu …
Hundruðir þúsunda stuðningsmanna fögnuðu komu argentínsku HM-hetjanna er þær lentu í Buenos Aires í morgun. AFP/Luis Robayo
Stuðningsmenn Argentínu tjölduðu öllu til í Buenos Aires í morgun.
Stuðningsmenn Argentínu tjölduðu öllu til í Buenos Aires í morgun. AFP/Tomas Cuesta
Loftmynd af mannhafinu sem fagnaði heimsmeisturum Argentínu er hópurinn ók …
Loftmynd af mannhafinu sem fagnaði heimsmeisturum Argentínu er hópurinn ók frá alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires áleiðis til æfingasvæðis argentínska knattpsyrnusambandsins. AFP/Tomas Cuesta
Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Argentínu tóku á …
Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Argentínu tóku á móti HM-hetjunum í Buenos Aires í morgun. AFP/Tomas Cuesta
Stuðningsmenn Argentínu voru í miklu stuði í morgun.
Stuðningsmenn Argentínu voru í miklu stuði í morgun. AFP/Tomas Cuesta
Það verður fagnað í allan dag í Argentínu enda hafa …
Það verður fagnað í allan dag í Argentínu enda hafa yfirvöld gefið landsmönnum frí í dag til að fagna þriðja heimsmeistaratitli Argentínu í sögu heimsmeistaramótsins. AFP/Tomas Cuesta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert