Furðulegt atvik í Katar

Lionel Messi var klæddur í skikkju áður en Gianni Infantino …
Lionel Messi var klæddur í skikkju áður en Gianni Infantino og Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani afhentu honum heimsstyttuna AFP/Franck Fife

Sáum við besta úrslitaleik sögunnar á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á sunnudaginn þegar Argentína vann Frakkland í vítakeppni eftir jafntefli, 3:3, í mögnuðum leik í Katar?

Er Lionel Messi með framgöngu sinni á HM orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar? Er hann kominn fram úr Diego Maradona í huga argentínsku þjóðarinnar?

Þessum spurningum verður hver og einn að svara fyrir sig, enda er um huglægt mat að ræða í báðum tilvikum og því hvorki til rétt né rangt svar.

En Messi var miðpunkturinn og helsti áhrifavaldurinn í öflugu liði Argentínu sem verðskuldar heimsmeistaratitilinn fyllilega. Hann var líka með stóran hóp flottra leikmanna í kringum sig.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert