Bjarni um Aron: Ég man ekki hvenær hann á afmæli

„Þetta FH-lið er eitt best mannaða lið sem við höfum séð,“ sagði Bjarni Fritzson í Punkalínunni þegar rætt var um undanúrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handknattleik þar sem FH og ÍBV eigast við.

FH vann sannfærandi sigur gegn Íslandsmeisturunum í gær, 36:31, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum í Kaplakrika en liðin mætast næst í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins en sigurvegarinn úr einvíginu mætir annaðhvort Aftureldingu eða Val.

„Þeir eru með einn besta leikmann heims, síðastliðinn áratug, í sínu liði og hann er ekki nema 33 ára, eða 34 ára gamall. Ég man ekki hvenær hann á afmæli,“ sagði þjálfarinn fyrrverandi.

„Hann er á fínum aldri, ofan á frábært lið sem hefði getað orðið Íslandsmeistari í fyrra. Þetta er rosalega gott lið og mér líður eins og þeir séu betri en ÍBV í dag,“ sagði Bjarni meðal annars en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka