Verður Valsari eftir Ólympíuleikana

Motoki Sakai í markinu er Japan spilaði við Svíþjóð á …
Motoki Sakai í markinu er Japan spilaði við Svíþjóð á Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum. AFP

Japanski landsliðsmarkvörðurinn Motoki Sakai hefur skrifað undir eins árs samning við Val og gengur til liðs við félagið að loknum Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Tókýó í heimalandi hans.

Sakai er 26 ára gamall og kemur á Hlíðarenda frá Toyoda Gosei Blue Falcon í heimalandinu. Þá spilar hann undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu og tekur sem stendur þátt á Ólympíuleikunum. Þar eru Japanir búnir að tapa öllum þremur leikjum sínu en mæta í nótt öðru landsliði sem stýrt er af Íslendingi, Barein, Aron Kristjánsson þjálfar þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert