Aalborg tyllti sér á toppinn

Janus Daði Smárason spilaði vel fyrir Aalborg í dag og …
Janus Daði Smárason spilaði vel fyrir Aalborg í dag og skoraði þrjú mörk gegn Ringsted. mbl.is/Árni Sæberg

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg þegar liðið vann stórsigur gegn Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leiknum lauk með níu marka sigri Aalborgar, 34:25. 

Staðan í hálfleik var 15:12, Aalborg í vil en Aalborg sigldi hægt og rólega fram úr í seinni hálfleik og vann að lokum sannfærandi sigur. Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað hjá Aalborg í dag en hann reyndi eitt skot í leiknum.

Aalborg tyllir sér þar með á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki og hefur eins stigs forskot á GOG sem er með 32 stig en GOG á tvo leiki til góða á Aalborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert