Lærisveinar Arons danskir meistarar

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Golli

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska handknattleiksliðinu Aal­borg urðu í dag danskir meistarar þegar þeir lögðu Skjern á útivelli, 32:25, í öðrum úrslitaleik liðanna en liðin höfðu áður gert jafntefli í fyrsta leiknum sem fram fór á heimavelli Aalborg.

Strákarnir hans Arons höfðu undirtökin og lönduðu að lokum öruggum sigri. Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Aalborg en þeir Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson komust ekki á blað. Daninn Buster Juul var markahæstur í Álaborgarliðinu með 9 mörk og norski landsliðsmaðurinn Sander Sagoesen skoraði 7. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir Skjern.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aron stýrir liði til meistaratitilsins í Danmörku en Kolding varð meistari undir hans stjórn fyrir þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert