Versti hringur Tigers frá upphafi

Tiger Woods er vinsæll eins og áður og mikill fjöldi …
Tiger Woods er vinsæll eins og áður og mikill fjöldi fylgdi honum á Augusta í dag. Hér er hann á 12. teig. AFP

Tiger Woods átti erfiðan dag á Masters mótinu í golfi í Georgíuríki í Bandaríkjunum í kvöld, fyrsta risamóti ársins. 

Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á mótinu í gær eftir mikla baráttu virtist vindurinn fara úr seglum Tigers á þriðja hringnum í dag. 

Tiger Woods lék á 82 höggum í dag sem er hann versti hringur á mótinu frá upphafi. Tiger var á höggi yfir pari eftir 36 holur og aðeins sjö höggum á eftir efsta manni en fyrstu tveir hringirnir voru leiknir í miklu hvassviðri. Margir heimsklassa kylfingar áttu erfitt uppdráttar á hinum fræga Augusta National velli eins og skorið gaf til kynna. 

Tiger þurfti að ljúka fyrsta hringnum í gær og lék því í gær 24 holur. Það virðist hafa verið meira en fóturinn þoldi en eins og fram hefur komið var Tiger heppinn að læknar björguðu fætinum eftir slæmt bílslys fyrir þremur árum. Rétt er að geta þess að Tiger leikur mjög sjaldan keppnisgolf núorðið og virðist fyrst og fremst reyna að vera með á Masters og The Open í júlí. 

Tiger setti met á Masters í ár þegar hann komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu í tuttugasta og fjórða skipti í röð. Sló þar með met sem hann deildi með Gary Player og Fred Couples. 

Tiger hefur fimm sinnum sigrað á Masters, fyrst árið 1997 og síðast árið 2019. 

Mikil spenna er á toppnum á Masters þriðji hringurinn er langt kominn. Scottie Scheffler og Collin Morikawa eru efstur á 6 höggum undir pari samtals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert