Í fyrsta skipti hjá Scheffler

Scottie Scheffler hugsi við keppni í gær.
Scottie Scheffler hugsi við keppni í gær. AFP/Warren Little

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, lék fyrsta hringinn á Masters-mótinu, fyrsta risamóti ársins í golfi, á sex höggum undir pari í gær.

Fékk hann sex fugla og engan skolla. Er þetta fyrsti skollalausi hringur hans á mótinu á ferlinum.

Þrátt fyrir afrekið var Scheffler í öðru sæti eftir fyrsta hring, því landi hans Bryson DeChambeau lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari.

Mótið fer fram á Augusta National-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert