Tvísýnt hvort Guðmundur komist áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í Suður-Afríku.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í Suður-Afríku. Ljósmynd/European Tour

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GKG lék annan hringinn á Alfred Dunhill meistaramótinu í Suður-Afríku í dag á einu höggi yfir pari, 73 höggum.

Guðmundur var á einu höggi undir pari í gær, 71 höggi, og er því samtals á 144 höggum, á pari vallarins, að tveimur hringjum loknum.

Tvísýnt er hvort þetta nægi Guðmundi til að komast í gegnum niðurskurðinn og fái að leika tvo seinni keppnisdagana á mótinu. Hann er einu höggi fyrir neðan línuna sem stendur en margir eiga enn eftir að ljúka hringnum í dag.

Eins og staðan er núna eru 77 kylfingar á einu höggi undir pari, eða betra skori, en Guðmundur er í 78.-87. sætinu af 156 keppendum.

Uppfært:
Guðmundur var einu höggi frá því að komast áfram. Hann endaði í 77.-90. sæti en fyrstu 76 kylfingarnir komust í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert