„Það var áfall að kasta höggunum frá sér“

Guðmundur Ágúst Kristjánsson ásamt Arnari Má Ólafssyni, þjálfara sínum á …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson ásamt Arnari Má Ólafssyni, þjálfara sínum á lokastigi úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í nóvember síðastliðinn. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

„Slátturinn var svo sem allt í lagi og ég púttaði vel. Það var áfall að kasta höggunum frá sér á 1. og 2. braut í dag en ég hefði vel getað fengið fleiri fugla en þessa tvo sem ég fékk í kjölfarið.

Á síðustu holunni átti ég mjög fín högg en flaug boltanum yfir flötina í innáhögginu og púttaði svo of stutt af brautinni. Ég átti þá þriggja metra pútt eftir fyrir parinu og því að ná niðurskurðinum en ég krækti og því fór sem fór,“ sagði atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson í stuttu samtali við mbl.is að loknum öðrum hring In­vestec South African-mótsins í dag.

Mótið var annað mót Guðmundar Ágústs á Evrópumótaröðinni síðan hann varð á dög­un­um ann­ar ís­lenski karl­kylf­ing­ur­inn til að tryggja sér full­an þátt­töku­rétt á Evr­ópu­mótaröðinni.

Hann lék á 72 högg­um eða á pari Bla­ir At­holl-vall­ar­ins á fyrsta hring á fimmtu­dag og á 71 höggi eða einu höggi undir pari í dag. Niðurskurðurinn miðaðist við tvö högg undir pari og Guðmundur er því úr leik.

Staðan á mótinu

„Spilamennskan var alveg ágæt heilt yfir og sömuleiðis tilfinningin fyrir framhaldinu.“

Guðmund­ur Ágúst er of­ar­lega á biðlista fyr­ir Al­fred Dun­hill-meist­ara­mótið í Suður-Afr­íku í næstu viku en er með ör­uggt sæti á Mauritius Open, sem hefst 15. des­em­ber næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert